Loftslagsaðgerðarsinnarnir voru úr hópnum Ultima Generazione, eða síðasta kynslóðin, og héldu uppi skiltum sem á stóð: „Við munum ekki borga fyrir [jarðefnaeldsneyti].“ Þá heyrðust mótmælendurnir kalla: „Landið er að deyja.“
Margir urðu vitni að mótmælunum enda fjölmargir ferðamenn við gosbrunninn eins þeirra er von og vísa. Einkennisklæddir lögreglumenn óðu út í brunninn og drógu mótmælendurna upp úr, sem handteknir voru á vettvangi.
Tilefni mótmælanna í dag voru flóð í Emilia-Romagna héraði á Ítalíu þar sem á annan tug hafa látið lífið á síðustu dögum. Hópurinn telur að veðurofsann megi rekja til loftslagsbreytinga.
Sjá einnig: Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár
Borgarstjóri Rómar var alls ekki sáttur með mótmælin og sagði að nóg væri komið af árásum á verðmætar fornminjar á Ítalíu. Hann sagði á Twitter fyrr í dag að þrjú hundruð þúsund lítra af vatni hafi þurft til að gera gosbrunninn fagurbláan að nýju.
Oggi 9 attivisti hanno versato carbone vegetale nella #FontanadiTrevi. Grazie all intervento tempestivo della Polizia locale evitato il peggio. Ora necessario un intervento che impegnerà risorse pubbliche e porterà allo spreco di 300 mila litri di acqua https://t.co/IRowYI6X4z pic.twitter.com/N4YLRb92se
— Roberto Gualtieri (@gualtierieurope) May 21, 2023