Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 17:58 Þórey í setti í Seinni bylgjunni eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Anton Brink Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Sjá meira