Öskraði og grét þegar titillinn var í höfn Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 17:58 Þórey í setti í Seinni bylgjunni eftir að Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn Vísir/Anton Brink Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitaeinvígis Olís deildarinnar þetta tímabilið. Þórey segir lið Vals hafa verið orðið ansi hungrað eftir titli og að það sé því extra sætt að vinna titilinn sem skipti mestu máli, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“ Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari kvenna í handbolta árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að liðið sópaði ÍBV út úr úrslitaeinvígi Olís deildarinnar í Vestmannaeyjum í dag. „Ég get ekki lýst því, þetta er geðveikt,“ sagði Þórey í viðtali í Seinni bylgjunni aðspurð hvernig tilfinning því fylgi að vera orðin Íslandsmeistari. „Við töpuðum úrslitaeinvíginu í fyrra gegn Fram, það var svo svekkjandi og því er svo gott að geta klárað þetta núna.“ Hún segir að það sé afar sætt að tryggja Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli andstæðinganna í ÍBV. „Já ég verð að viðurkenna það þó það hefði verið gaman að klára þetta heima á Hlíðarenda líka. Við vildum bara vinna bikarinn hér, klára þetta í þremur leikjum og vera ekki að hleypa óþarfa spennu í þetta einvígi.“ Það hafi þó farið um hana þegar að lið ÍBV beit frá sér af hörku í seinni hálfleik en lengi vel stóð munurinn á milli liðanna í aðeins einu marki. „Já í seinni hálfleik, þegar að munurinn var kominn niður í eitt mark en svo skoraði hvorugt liðið mark í einhverjar fimm mínútur eða eitthvað.“ Tilfinningaskalinn sprakk síðan í leiks lok. „Ég öskraði bara og grenjaði. Þetta hafði verið ansi svekkjandi vetur, bæði bikar- og deildarmeistaratitillinn runnu úr greipum okkar en á móti kemur mættum við þó alveg gríðarlega hungraðar inn í þessa úrslitakeppni. Við ætluðum að vinna. Þetta er titillinn sem skiptir öllu máli.“ Þórey er afar ánægð hjá Val. „Þetta er frábært lið, það er ótrúlega góð stemning í þessu liði og við erum allar svo góðar vinkonur. Ég gæti eiginlega ekki beðið um betra lið en þetta.“
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti