Miami í góðri stöðu eftir frábæran endasprett Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 10:30 Jimmy Butler ánægður á svip í leiknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat er komið í lykilstöðu í úrslitaeinvígi Austurdeildar NBA-deildarinnar eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum gegn Boston. Liðin leika næst í Miami. Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30. NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Miami hefur komið mörgum á óvart í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar og þurfti að fara í umspil til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þar hefur liðið slegið út topplið Milwaukee Bucks sem og New York Knicks og er nú komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics eftir sex stiga sigur í nótt. Jimmy Butler's 4th-quarter scoring display to lead the Heat to a 2-0 lead is this week s X-Factor Moment!#HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/rI4msXEChn— NBA (@NBA) May 20, 2023 Miami byrjaði betur í leiknum í nótt og náði átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta en Boston náði þá góðu áhlaupi og kom sér ellefu stigum yfir í öðrum leikhluta. Þá kom áhlaup hjá gestunum sem leiddu 54-50 í hálfleik í TD Garden í Boston. Liðin héldu áhlaupunum áfram í seinni hálfleik. Boston breytti stöðunni úr 62-62 í 79-68 á örfáum mínútum og náði svo tólf stiga forskoti í upphafi fjórða leikhluta. Jimmy Butler og Grant Williams lenti saman í leiknum í nótt.Vísir/Getty En það var Miami sem átti betri lokakafla. Liðið lauk leiknum með 24-9 áhlaupi og tryggði sér að lokum 111-105 sigur. Miami er þar með komið í 2-0 forystu í einvíginu en næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Miami. Jimmy Butler var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en eftir að dæmd var sóknarvilla á Butler í stöðunni 98-96 fyrir Boston tókst Butler að jafna metin í 100-100 og koma liðinu síðan í forystuna. Bam Adebayo setti sömuleiðis mikilvæg stig undir lokin og lauk leiknum með 22 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami closes on a 24-9 run They win Game 2 go up 2-0 in the Eastern Conference Finals!BOS/MIA Game 3: Sunday, 8:30pm/et | TNT pic.twitter.com/7H1RZQJ165— NBA (@NBA) May 20, 2023 Hjá Boston skoraði Jayson Tatum 34 stig og Jaylen Brown kom næstur með 16 stig. Þriðji leikur liðanna fer fram í Miami annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00:30.
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira