Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 1-2 | Sigurganga Víkinga hélt áfram gegn HK-ingum Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. maí 2023 18:30 Víkingar hafa verið óstöðvandi til þessa í Bestu deildinni, átta sigrar og aðeins tvö mörk fengin á sig. Vísir/Hulda Margrét Víkingur Reykjavík vann í kvöld 2-1 sigur á nýliðum HK í Bestu deild karla. Leikið var í Kórnum en sigur Víkinga er sá áttundi í átta leikjum á tímabilinu og er liðið eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Það má með sanni segja að Víkingar hafi komið á blússandi siglingu inn í leik kvöldsins. Liðið hefur vart stigið feilspor á tímabilinu og hafði fyrir leik kvöldsins aðeins fengið á sig eitt mark í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabili. Andstæðingur kvöldsins var spútniklið HK sem hefur farið vel af stað sem nýliði í Bestu deildinni, lið sem hefur meðal annars skákað Íslandsmeisturum Breiðabliks. Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum yfir í leik kvöldsins með marki á 29.mínútu eftir mikinn darraðadans. Fyrsta skot Viktors endaði í varnarmanni HK en boltinn barst aftur til hans og hann afgreiddi hann laglega í netið. Þannig stóðu leikar allt þar til á 74. mínútu þegar að Daninn Nikolaj Hansen tvöfaldaði forystu Víkinga með skallamarki eftir hornspyrnu. Útlitið orðið mjög gott fyrir Víkinga en þeir urðu fyrir skell nokkrum mínútum síðar. Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og svo virðist sem dómurinn hafi verið réttur. HK-ingar efldust við þetta og fóru að herja á Víkinga. Það skilaði sér í marki á 86.mínútu þegar að Eyþór Aron Wöhler kom boltanum í netið eftir darraðadans. Nær komust HK-ingar þó ekki þrátt fyrir að hafa fengið nokkra álitlega sénsa fyrir leikslok. Áttundi sigur Víkinga í fyrstu átta leikjum Bestu deildarinnar staðreynd og situr liðið eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. HK vermir fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Afhverju vann Víkingur? Þeir mættu gríðarlega öflugir til leiks í kvöld og gjörsamlega áttu leikinn í fyrri hálfleik. Leikurinn spilaðist nánast einungis á vallarhelmingi HK í fyrri hálfleik þar sem að Víkingu sótti stöðugt að marki heimamanna. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Víking stóð Pablo Punyed upp úr. Hann stýrði spilinu vel frá miðjunni og kom mark Nikolaj Hansen eftir hornspyrnu frá Pablo. Í HK voru Eyþór Wöhler og Örvar Eggertsson góðir. Þeir voru með frumkvæði að pressa á Víkinga sóknarlega og skoraði Eyþór mark HK-inga. Hvað gekk illa? Leikur HK í fyrri hálfleik var afspyrnu slakur. Þeir gerðu aðeins tvær tilraunir til þess að koma boltanum í netið. Það var andleysi yfir þeim og virtist sem að þeir voru ekki alveg mættir í leikinn. Þeir bættu þó upp fyrir það í seinni hálfleik en það var orðið aðeins of seint. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 25. maí sækir Víkingur KA heim kl 18:00. Sunnudaginn 28. maí kl 16:00 sækir HK FH heim. Ómar Ingi Guðmundsson: ,,Mér fannst við töluvert betri aðilinn í seinni hálfleik“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir eins marks tap á móti Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. HK-ingar mættu sprækir í seinni hálfleik og minnkuðu munninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru til leiks loka en það dugði ekki til og endaði því leikurinn 1-2 fyrir Víkingum. ,,Ég er svekktur með að tapa. Mér fannst við, hérna í seinni hálfleik, gera heilan helling til þess að geta unnið okkur allavega inn fyrir stigi í kvöld.“ HK-ingar mættu ekki sannfærandi til leiks og áttu aðeins um tvær marktilraunir í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá liðið þegar að mætti í seinni hálfleikinn. ,,Ég setti leikinn öðruvísi upp í fyrri hálfleik heldur en í seinni hálfleik og það gekk betur það sem að við gerðum í seinni hálfleiknum. Við breyttum til í hálfleik af því að það sem við héldum að myndi ganga áður en við mættum til leiks var ekki að ganga. Þó að markið hafi komið úr föstu leikatriði og þeir ekki náð að spila okkur í sundur þá náðum við ekki að sækja á þá. Mér fannst við töluvert betri aðilinn í seinni hálfleik, það er mín tilfinning.“ Ívar Örn Jónsson fór út af þegar 43. mínútur voru liðnar af leiknum. Í hans stað kom Ívar Orri Gissurarson en Ívar Orri fór svo einnig út af í hálfleiknum. Nafnarnir tognuðu báðir aftan í læri sem Ómar segir að hafi verið heldur óheppilegt eftir að hafa sloppið við tognanir síðast liðið árið. ,,Ívar Örn fékk aðeins aftan í lærið og Ívar Orri í rauninni líka sem er mjög óheppilegt. Að fá hérna á einhverjum fimm mínútum tvær tognanir eftir að hafa sloppið við tognanir síðustu tólf til þrettán mánuðina.“ Á 78. mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings beint rautt spjald. Karl var of seinn í tæklinguna og sagði Ómar að þetta hafi verið réttur dómur. ,,Þetta blasti við mér eins og hann hefði lyft báðum fótum upp frá jörðinni og hitt í okkar mann. Það var allavega þannig sem að ég sá þetta en þetta gerist í horninu hinu megin. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru þau að hann var að fara fá rautt.“ Eyþór Wöhler: Fínt að vera kominn á blað í deildinni Eyþór Wöhler, leikmaður HKFacebook/HK Eyþór Wöhler, leikmaður HK, var svekktur eftir að HK tapaði 2-1 fyrir Víkingum í Bestu deild karla í kvöld. Eyþór skoraði eina mark HK og þrátt fyrir tapið er hann sáttur að vera kominn á blað. ,,Ég er náttúrulega ekki sáttur. Víkingarnir náttúrulega yfir spiluðu okkur í fyrri hálfleik og það var það sem að dugði í dag. Þó að við höfðum sýnt baráttu í endann, að mínu leiti var þetta klárt víti hérna í endan, þá dugði það skammt. Kudos á Víkingana að hafa yfirspilað okkur í fyrri hálfleik og þeir voru bara flottir.“ Karl Friðleifur fékk beint rautt spjald fyrir brot á Eyþóri á 78. mínútu. Karl fór of hátt með takkana og segir Eyþór að samkvæmt reglubókinni sé það rautt spjald ,,Hann náttúrulega fer allt of hátt með takkana, það eru hreinar línur. Ég held að það á skilið rautt spjald, eins og það er í reglubókinni. Ég veit ekki hvað hann var að reyna mótmæla, það var vitleysa hjá honum. Þetta er klárlega rautt spjald.“ Stuttu áður en að Karl fauk út af fékk Eyþór að líta gula spjaldið eftir samskipti við Gunnar Vatnhamar. Gunnar lá inn í teig og virðist ætla að leggjast en endar með höfuðið í hnénu á Eyþóri. Eyþór segir það óviljaverk að hafa lent með hnéð í höfðinu á honum. ,,Ég er að labba og hann hreyfir hausinn á bak við og fer í hnéð á mér. Ég er ekki búin að horfa aftur en ég er ekkert að reyna að fara með hnéð í hausinn á honum. Óviljandi gagnvart mér þannig lagað.“ Eyþór sem skoraði eina mark HK segir það fínt að vera kominn á blað þrátt fyrir leiðinleg úrslit. ,,Þetta var frústurerandi að tapa fyrst og fremst. Skiptir þannig lagað ekki máli en fínt að vera kominn á blað í deildinni og við höldum áfram veginn.“ Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn
Víkingur Reykjavík vann í kvöld 2-1 sigur á nýliðum HK í Bestu deild karla. Leikið var í Kórnum en sigur Víkinga er sá áttundi í átta leikjum á tímabilinu og er liðið eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Það má með sanni segja að Víkingar hafi komið á blússandi siglingu inn í leik kvöldsins. Liðið hefur vart stigið feilspor á tímabilinu og hafði fyrir leik kvöldsins aðeins fengið á sig eitt mark í Bestu deildinni á yfirstandandi tímabili. Andstæðingur kvöldsins var spútniklið HK sem hefur farið vel af stað sem nýliði í Bestu deildinni, lið sem hefur meðal annars skákað Íslandsmeisturum Breiðabliks. Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum yfir í leik kvöldsins með marki á 29.mínútu eftir mikinn darraðadans. Fyrsta skot Viktors endaði í varnarmanni HK en boltinn barst aftur til hans og hann afgreiddi hann laglega í netið. Þannig stóðu leikar allt þar til á 74. mínútu þegar að Daninn Nikolaj Hansen tvöfaldaði forystu Víkinga með skallamarki eftir hornspyrnu. Útlitið orðið mjög gott fyrir Víkinga en þeir urðu fyrir skell nokkrum mínútum síðar. Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og svo virðist sem dómurinn hafi verið réttur. HK-ingar efldust við þetta og fóru að herja á Víkinga. Það skilaði sér í marki á 86.mínútu þegar að Eyþór Aron Wöhler kom boltanum í netið eftir darraðadans. Nær komust HK-ingar þó ekki þrátt fyrir að hafa fengið nokkra álitlega sénsa fyrir leikslok. Áttundi sigur Víkinga í fyrstu átta leikjum Bestu deildarinnar staðreynd og situr liðið eitt á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. HK vermir fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Afhverju vann Víkingur? Þeir mættu gríðarlega öflugir til leiks í kvöld og gjörsamlega áttu leikinn í fyrri hálfleik. Leikurinn spilaðist nánast einungis á vallarhelmingi HK í fyrri hálfleik þar sem að Víkingu sótti stöðugt að marki heimamanna. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Víking stóð Pablo Punyed upp úr. Hann stýrði spilinu vel frá miðjunni og kom mark Nikolaj Hansen eftir hornspyrnu frá Pablo. Í HK voru Eyþór Wöhler og Örvar Eggertsson góðir. Þeir voru með frumkvæði að pressa á Víkinga sóknarlega og skoraði Eyþór mark HK-inga. Hvað gekk illa? Leikur HK í fyrri hálfleik var afspyrnu slakur. Þeir gerðu aðeins tvær tilraunir til þess að koma boltanum í netið. Það var andleysi yfir þeim og virtist sem að þeir voru ekki alveg mættir í leikinn. Þeir bættu þó upp fyrir það í seinni hálfleik en það var orðið aðeins of seint. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn 25. maí sækir Víkingur KA heim kl 18:00. Sunnudaginn 28. maí kl 16:00 sækir HK FH heim. Ómar Ingi Guðmundsson: ,,Mér fannst við töluvert betri aðilinn í seinni hálfleik“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var svekktur eftir eins marks tap á móti Víkingum í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. HK-ingar mættu sprækir í seinni hálfleik og minnkuðu munninn í eitt mark þegar um fimm mínútur voru til leiks loka en það dugði ekki til og endaði því leikurinn 1-2 fyrir Víkingum. ,,Ég er svekktur með að tapa. Mér fannst við, hérna í seinni hálfleik, gera heilan helling til þess að geta unnið okkur allavega inn fyrir stigi í kvöld.“ HK-ingar mættu ekki sannfærandi til leiks og áttu aðeins um tvær marktilraunir í fyrri hálfleik. Það var allt annað að sjá liðið þegar að mætti í seinni hálfleikinn. ,,Ég setti leikinn öðruvísi upp í fyrri hálfleik heldur en í seinni hálfleik og það gekk betur það sem að við gerðum í seinni hálfleiknum. Við breyttum til í hálfleik af því að það sem við héldum að myndi ganga áður en við mættum til leiks var ekki að ganga. Þó að markið hafi komið úr föstu leikatriði og þeir ekki náð að spila okkur í sundur þá náðum við ekki að sækja á þá. Mér fannst við töluvert betri aðilinn í seinni hálfleik, það er mín tilfinning.“ Ívar Örn Jónsson fór út af þegar 43. mínútur voru liðnar af leiknum. Í hans stað kom Ívar Orri Gissurarson en Ívar Orri fór svo einnig út af í hálfleiknum. Nafnarnir tognuðu báðir aftan í læri sem Ómar segir að hafi verið heldur óheppilegt eftir að hafa sloppið við tognanir síðast liðið árið. ,,Ívar Örn fékk aðeins aftan í lærið og Ívar Orri í rauninni líka sem er mjög óheppilegt. Að fá hérna á einhverjum fimm mínútum tvær tognanir eftir að hafa sloppið við tognanir síðustu tólf til þrettán mánuðina.“ Á 78. mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings beint rautt spjald. Karl var of seinn í tæklinguna og sagði Ómar að þetta hafi verið réttur dómur. ,,Þetta blasti við mér eins og hann hefði lyft báðum fótum upp frá jörðinni og hitt í okkar mann. Það var allavega þannig sem að ég sá þetta en þetta gerist í horninu hinu megin. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru þau að hann var að fara fá rautt.“ Eyþór Wöhler: Fínt að vera kominn á blað í deildinni Eyþór Wöhler, leikmaður HKFacebook/HK Eyþór Wöhler, leikmaður HK, var svekktur eftir að HK tapaði 2-1 fyrir Víkingum í Bestu deild karla í kvöld. Eyþór skoraði eina mark HK og þrátt fyrir tapið er hann sáttur að vera kominn á blað. ,,Ég er náttúrulega ekki sáttur. Víkingarnir náttúrulega yfir spiluðu okkur í fyrri hálfleik og það var það sem að dugði í dag. Þó að við höfðum sýnt baráttu í endann, að mínu leiti var þetta klárt víti hérna í endan, þá dugði það skammt. Kudos á Víkingana að hafa yfirspilað okkur í fyrri hálfleik og þeir voru bara flottir.“ Karl Friðleifur fékk beint rautt spjald fyrir brot á Eyþóri á 78. mínútu. Karl fór of hátt með takkana og segir Eyþór að samkvæmt reglubókinni sé það rautt spjald ,,Hann náttúrulega fer allt of hátt með takkana, það eru hreinar línur. Ég held að það á skilið rautt spjald, eins og það er í reglubókinni. Ég veit ekki hvað hann var að reyna mótmæla, það var vitleysa hjá honum. Þetta er klárlega rautt spjald.“ Stuttu áður en að Karl fauk út af fékk Eyþór að líta gula spjaldið eftir samskipti við Gunnar Vatnhamar. Gunnar lá inn í teig og virðist ætla að leggjast en endar með höfuðið í hnénu á Eyþóri. Eyþór segir það óviljaverk að hafa lent með hnéð í höfðinu á honum. ,,Ég er að labba og hann hreyfir hausinn á bak við og fer í hnéð á mér. Ég er ekki búin að horfa aftur en ég er ekkert að reyna að fara með hnéð í hausinn á honum. Óviljandi gagnvart mér þannig lagað.“ Eyþór sem skoraði eina mark HK segir það fínt að vera kominn á blað þrátt fyrir leiðinleg úrslit. ,,Þetta var frústurerandi að tapa fyrst og fremst. Skiptir þannig lagað ekki máli en fínt að vera kominn á blað í deildinni og við höldum áfram veginn.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti