Er sigurlag Eurovision stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. maí 2023 18:00 Hin sænska Loreen fagnaði sigri öðru sinni í Eurovision um síðustu helgi. Nú er spænsk diskósveit frá síðustu öld komin fram á sjónarsviðið og segist hafa samið þetta lag fyrir meira en 20 árum. Anthony Devlin/Getty Images Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns. Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“ Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira
Dapurt gengi Spánverja Spánverjar riðu ekki feitum hesti frá Eurovision söngvakeppninni um síðustu helgi. Lag þeirra hafnaði í 17. sæti sem voru óneitanlega vonbrigði eftir glæsilegt 3. sæti í fyrra, en Spánverjar hafa ákveðið að blása til sóknar í keppninni eftir áratuga eyðimerkurgöngu mislélegra laga síðustu ára. Stjórnendur spænska ríkissjónvarpsins eru engu að síður borubrattir og segja að þetta sé langhlaup en ekki spretthlaup, nokkuð sem íslenska þjóðin þekkir sjálf allt of vel. Jafnvel maraþon. Segja sigurlag Svía vera spænskt En mál málanna í spænskum fjölmiðlum eftir keppnina eru þó vangaveltur og ásakanir um að sigurlag Svía, Tattoo, sé í raun stolið frá spænsku sveitinni Pont Aeri, lagið Flying Free sem kom út á 10. áratugnum. Eða hvað finnst lesendum? <a href="https://www.youtube.com/watch?v=eCsLDJThJck">watch on YouTube</a> Þarna má greinilega greina nokkur líkindi en þetta er langt frá því í fyrsta sinn sem sigurlag Eurovision er sagt vera stolið. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar hafa komið fram í fjölmiðlum í vikunni og segjast vera að íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Er kannski búið að semja öll lög sem hægt er að semja? Svo geta menn í raun velt því fyrir sér hvort ekki sé einfaldlega búið að semja öll lög sem hægt er að semja og allt sem samið er í dag, séu mismunandi útsetningar á einhverju sem til er fyrir. Því eins og Ed Sheeran benti nýlega á eftir að hafa verið sakaður og sýknaður af því að hafa stolið lagi Marvins Gay, Let´s get it on: „Á hverjum degi eru gefin út 60.000 lög á Spotify, það gera 22 milljónir laga á ári. Og það eru bara til 12 nótur.“
Eurovision Spánn Svíþjóð Höfundarréttur Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fleiri fréttir „Segið að ég sé samkynhneiður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sjá meira