Spoelstra: Er líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:01 Erik Spoelstra hvetur sína menn í Miami Heat áfram á móti Boston Celtics í TD Garden. Getty/Adam Glanzman Erik Spoelstra er að gera frábæra hluti með lið Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár. Flórídaliðið er nú komið í 1-0 á móti Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Miami Heat kom inn sem áttunda hæsta lið Austurdeildarinnar í úrslitakeppnina í ár af átta liðum og þurfti að fara í gegnum tvær umferðir af umspilinu til að komast inn. Miami tapaði fyrst fyrir Atlanta Hawks í baráttu um sjöunda sætið en náði að tryggja sér áttunda sætið með 102-91 sigri á Chicago Bulls. Los Angeles Lakers er einnig enn á lífi í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa líka komist inn í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. Spoelstra: Play-in best thing for NBA in decade https://t.co/1FkHLFazZM pic.twitter.com/DYnTe1guFf— ESPNBoston (@ESPNBoston) May 18, 2023 Spoelstra er mjög ánægður með breytinguna á úrslitakeppninni með tilkomu umspilsins en það þýðir að við lok deildarkeppninnar eiga liðin í níunda og tíunda sæti enn möguleika á því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Spoelstra segir líka að liðið sitt hafi haft mjög gott af því að fara í gegnum umspilið en Miami hefur síðan slegið út Milwaukee Bucks 4-1 og New York Knicks 4-2. Erik Spoelstra talaði mjög vel um umspilið á blaðamannafundi fyrir annan leik Miami og Boston Celtics í úrslitum Austurdeildarinnar. „Það eru færri lið í deildinni sem eru að ‚tanka' og allir eru að berjast um þessi tvö lausu sæti. Allir leikirnir í umspilinu eru skylduáhorf og þannig var það í báðum deildum. Ég held því að þetta sé líklega það besta sem hefur gerst fyrir NBA síðasta áratuginn,“ sagði Spoelstra. „Þetta var blessun fyrir mitt lið að fá þessa umspilsleiki og þurfa að fara saman í gegnum það. Ég hafði ekki áður verið þátttakandi í svona deildarkeppni áður og mér fannst við allir vaxa og verða betri að klára umspilið. Þetta herti okkur, þjappaði okkur saman og í liðinu varð til þessi þrautseigja og kjarkur sem þarf til ef þú ætlar að ná langt í úrslitakeppninni,“ sagði Spoelstra. Miami Heat vann fyrsta leikinn 123-116 í Boston en liðin mætast aftur í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan hálf eitt. Heat coach Erik Spoelstra praised the NBA s play-in tournament as he discussed the journey that prepared Miami for its playoff run https://t.co/evgjm7afGa— Sports Illustrated (@SInow) May 18, 2023 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira