Sköpum minningar á Degi barnsins Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 21. maí 2023 08:01 Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun