Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 07:48 Rússneskir hermenn á óuppgefinni staðsetningu undirbúa 152 mm eldflaugar sem er skotið úr Giatsint-S. AP Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
AP greindi frá fréttunum. Loftárás Rússa var sú níunda sem beindist að höfuðborg Úkraínu í mánuðinum. Eftir rólegar síðustu vikur hafa árásarnir stigmagnast og er það talið tengjast væntanlegri gagnsókn úkraínska hersins sem hefur nýlega fengið vestræn hergögn. Rússnesk fallbyssa skýtur eldflaugum í átt að Úkraínu.AP Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði og sprengjubrak úr einni sprengingunni olli bruna í bílastæðahúsi. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sprengjudeild rússneska hersins í Kaspían-héraði og þeir hafi notast við stýriflaugar. Samkvæmt Telegram-pósti Sergei Popko, yfirmanni hermála í Kænugarði, voru allar eldflaugar Rússa eyðilagðar. Brak úr sprengjunum féll til jarðar í tveimur hverfum Kænugarðs og þurfti að slökkva eld í bílastæðahúsi. Popko sagði engar upplýsingar liggja fyrir um fórnarlömb árásarinnar í Kænugarði. Í suðurhluta Ódessa-fylkis lést einn og særðust tveir í eldflaugaárás Rússa að sögn Sergi Bratsjúk, talsmanns úkraínska hersins í Ódessa. Hann sagði á Telegram að flestar eldflauganna hafi verið skotnar niður yfir hafi en ein þeirra hafi hæft atvinnubyggingar sem leiddi til dauða eins einstaklings. Úkraínskur maður gróðursetur sólblóm í garði sínum nálægt rústum skriðdreka og fallbyssu hans í þorpinu Velyka Dymerka.Efrem Lukatsky Fyrr í vikunni tókst úkraínskum loftvörnum að stöðva eina umfangsmestu loftárás Rússa til þessa með nýjum þróuðum vestrænum loftvarnarkerfum. Á sama tíma í Rússlandi greindi rússneski ríkismiðillinn RIA Nostovi frá því að í morgun hefðu fimm lestarvagnar sem fluttu korn oltið af teinunum á Krímskaga. Að sögn lestarstjórnenda á Krímskaga ultu vagnarnir vegna afskipta „óviðkomandi aðila“ en engan sakaði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 16. maí 2023 20:09
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32