Horfast í augu við fordóma kirkjunnar gegn HIV smituðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 21:01 Séra Sigurvin segir að kirkjan þurfi að horfast í augu við fordómana og kalla misgjörðir réttum nöfnum. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun koma fram sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir urðu fyrir við upphaf faraldursins á níunda áratugnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus. Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus.
Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31