Hörður Axel í Álftanes Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 13:34 Hörður Axel Vilhjálmsson handsalar samninginn við Álftanes með því að taka í spaðann á Hugin Frey Þorsteinssyni, formanni körfuknattleiksdeildar félagsins. Álftanes Nýliðar Álftaness hafa landað risastórum bita fyrir sína fyrstu leiktíð í efstu deild í körfubolta því félagið hefur samið við landsliðsmanninn þrautreynda Hörð Axel Vilhjálmsson. Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Um stórtíðindi er að ræða enda Hörður Axel verið einn besti leikstjórnandi Subway-deildarinnar um árabil. Hann var fyrirliði Keflavíkur og þjálfari kvennaliðs félagsins áður en hann kvaddi Keflvíkinga nú á dögunum. Hörður Axel, sem er 34 ára, á að baki 96 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur spilað á tveimur Evrópumótum. Hann hefur auk þess að spila með Keflavík hér á landi, og áður Njarðvík og Fjölni þar sem hann er uppalinn, komið víða við erlendis og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni. Hörður varð deildarmeistari með Keflavík árið 2021 og fór þá með liðinu í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði hann að meðaltali tæplega tíu stig í leik fyrir Keflvíkinga og gaf átta stoðsendingar, en hann er stoðsendingahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Hörður mun ásamt því að spila með Álftanesi koma að þjálfun yngri flokka hjá félaginu. „Reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk“ „Álftanes er með spennandi framtíðarsýn í uppbyggingu körfuboltans og ég vil taka þátt í henni. Liðið hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og mikill metnaður til að byggja á honum. Ég er að hefja nýjan kafla á mínum körfuboltaferli og finnst áhugavert að taka þeirri áskorun að hefja næsta tímabil í efstu deild hjá liði sem er autt blað þar,“ segir Hörður Axel í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Álftaness. Formaður deildarinnar, Huginn Freyr Þorsteinsson, segir: „Álftanes er að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og reynsla og hæfileikar Harðar Axels munu veita okkur mikinn styrk. Við vitum öll að hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem mun koma með mikil gæði og smellpassa inn í þann sterka kjarna sem fyrir er hjá okkur. Hörður er líka frábær fyrirmynd og leiðtogi og verður mikilvæg kjölfesta fyrir okkur. Hörður Axel mun líka hjálpa okkur við aða styrkja barna-og unglingastarfið á Álftanesi, sem er í miklum vexti og sem aukast enn frekar á næstu árum með þeirri fjölgun íbúa sem framundan er hér.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira