San Antonio Spurs vann NBA lotteríið og það vita allir hvern þeir taka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 12:31 Victor Wembanyama er einstakur leikmaður og það hefur hann sýnt og sannað með liði Metropolitans 92 í frönsku A-deildinni. Getty/Christian Liewig San Antonio Spurs verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta en það varð ljóst þegar dregið var um röðina í nótt. Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023 NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Spurs liðið tapaði sextíu leikjum í deildarkeppninni, var með lélegasta árangurinn í Vesturdeildinni og því voru talsverðar líkur á að nafn Spurs kæmi upp úr pottinum. The results for the Top 4 picks in the 2023 #NBADraftLottery presented by State Farm: 1. Spurs2. Hornets3. Trail Blazers4. Rockets pic.twitter.com/0iJPmiDrmF— NBA (@NBA) May 17, 2023 Næst á eftir Spurs munu velja Charlotte Hornets, Portland Trail Blazers, Houston Rockets og Detroit Pistons. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli að þessu sinni því í boði er að velja franska undrabarnið Victor Wembanyama. Wembanyama þykir eitt mesta efni síðan að LeBron James kom inn í NBA-deildina árið 2003. Menn hafa verið að tala um hann síðan að hann var aðeins fjórtán ára gamall. Hinn 221 sentímetra hái Wembanyama rekur boltann eins og bakvörður, skýtur eins og besta skytta og skilar líka stigum undir körfunni. Hann á að geta skotið hvenær sem er enda er enginn að fara verja skotið hans fyrir utan þriggja stiga línuna. SPURS WIN THE NO. 1 PICK IN THE 2023 NBA DRAFTWEMBY SZN pic.twitter.com/XDX3mB0LL5— Bleacher Report (@BleacherReport) May 17, 2023 Stóra áhyggjuefnið er hvernig skrokkurinn ræður við að spila í jafnerfiðri deild og NBA er. Wembanyama hefur þegar spilað tvö meistaraflokkstímabil í frönsku A-deildinni en í vetur var hann hjá Metropolitans 92. Hann er með 21,6 stig, 10,4 fráköst og 2,4 stoðsendingar í leik í frönsku deildinni í vetur. Hann er líka kominn í franska landsliðið og í sínum fyrsta A-landsleik í nóvember í fyrra þá var hann með 20 stig og 9 fráköst í 90-65 sigri á Litháen. Það vita því allir hvern San Antonio Spurs er að fara að velja í nýliðavalinu sem verður 22. júní næstkomandi. Victor Wembanyama's reaction to the Spurs winning the lottery @NBA | #NBADraftLotterypic.twitter.com/g338IeKEUZ— The Athletic (@TheAthletic) May 17, 2023
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira