Fótbolti

Al Thani sendir inn betrumbætt boð í Man United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani ætlar sér að kaupa Manchester United.
Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani ætlar sér að kaupa Manchester United. David Ramos - FIFA/FIFA via Getty Images

Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani hefur sent inn betrumbætt boð í enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.

Al Thani er stjórnarformaður eins stærsta banka Katar, QIB, en hann og Sir Jim Ratcliffe eru þeir tveir sem berjast um að kaupa félagið af Glazer-fjölskyldunni.

Bæði Al Thani og Ratcliffe lögðu inn sín þriðju boð í lok apríl.

Nú er hins vegar greint frá því á hinum ýmsu miðlum að Al Thani hafi lagt fram annað tilboð í félagið. Með nýja tilboðinu ætlar Al Thani að kaupa Manchester United í heild sinni, þurrka út skuldir félagsins og koma á fót sérstökum sjóð sem verður eyrnamerktur félaginu og samfélaginu í kring.

Þrátt fyrir þessar fréttir virðist Sir Jim Satcliffe þó enn vera bjartsýnn á það að hann muni vinna kapphlaupið um að kaupa félagið. Að því er kemur fram meðal annars á vef BBC hefur Ratcliffe lagt til að hann kaupi rétt rúmlega 50 prósent hlut í félaginu í stað þess að kaupa öll 69 prósentin sem Galzer-fjölskyldan á.

Það myndi gefa þeim Joel og Avram Glazer tækifæri á því að halda einhverjum ítökum í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×