Allra augu á Mercedes fyrir komandi helgi Aron Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 14:00 Mercedes hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi tímabils Formúlu 1 Vísir/Getty Spenna ríkir fyrir komandi keppnishelgi Formúlu 1 á Imola. Þýski risinn Mercedes mun tefla fram breyttum bíl eftir dapra byrjun á yfirstandandi tímabili. Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“ Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Búist er við mikið uppfærðum Mercedes bíl við fyrstu æfingar komandi keppnishelgar á Imola á föstudaginn. Eftir afar dapra byrjun, þar sem Mercedes hefur verið ljósárum á eftir Red Bull Racing, standa vonir til þess að þýski risinn muni geta slegið frá sér eftir því sem líður á tímabilið. Það var í byrjun tímabils, eftir fyrstu keppnishelgina í Barein, sem forráðamenn Mercedes áttuðu sig á því að stór mistök höfðu verið gerð í þróun keppnisbíls liðsins. Mercedes hafði í stórum dráttum haldið sig við sömu hönnun og tímabilið á undan. Þetta rótgróna þýska Formúlu 1 lið, sem hafði ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 átta ár í röð í heimsmeistarakeppni bílasmiða fyrir sigur Red Bull Racing á síðasta tímabili, hefur þurft að grafa djúpt í reynslubankann undanfarið. „Ef við horfum alveg aftur til prófana og keppnishelgarinnar í Barein í upphafi tímabils, þá var það þá sem við áttuðum okkur á því að við værum með bíl í höndunum sem myndi ekki geta fært okkur heimsmeistaratitil,“ sagði Andrew Shovlin, verkfræðistjóri Mercedes í samtali við Sky Sports. Liðið hafi ekki getað sætt sig við þá vegferð og því hafi þurft að grípa til drastískra aðgerða. „Við þurftum að hugsa upp á nýtt grundvallar hluti í bílnum og það sem við mætum með til leiks á Imola er fyrsti vísirinn af þeirri vinnu.“
Tengdar fréttir Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30 Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00 Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Furðar sig á keppinautunum á fordæmalausum tímum Red Bull Racing hefur unnið fyrstu fimm keppnir tímabilsins á yfirstandandi Formúlu 1 tímabilinu, þar að auki vann liðið sprettkeppnina sem haldin var í Azerbaíjan og hafa ökumenn liðsins endað í fyrsta og öðru sæti í fjórum keppnishelgum af fimm. 11. maí 2023 17:30
Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. 6. maí 2023 13:00
Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. 2. maí 2023 15:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti