Hugsanavillan við hvalveiðar Sigmar Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar. Það gengur auðvitað ekki að hvalir syndi klukkutímum saman helsærðir með skotsár í skrokknum í langvinnu og kvalafullu dauðastríði. 36 hvalir eru skotnir oftar en einu sinni. Fimm voru skotnir þrisvar og fjórir hvalir fjórum sinnum. Þá er dæmi um að hvalur hafi verið með skutul í bakinu í fimm klukkutíma án þess að drepast. Auðvitað geta komið upp við veiðar hnökrar og mistök, sem ein og sér ættu ekki að vera röksemd gegn veiðunum, en tölfræði skýrslunnar segir okkur svart á hvítu að kröfur um almenna dýravelferð eru langt því frá uppfylltar. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er samt þeirrar skoðunar að réttlætanlegt sé að allmargir hvalir til viðbótar þjáist, því ekki er hún tilbúin til að afturkalla heimild til veiðanna. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, flýr í þekkt skjól hvalveiðisinna. Hún beinir umræðunni rakleitt að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar: við ráðum þessu sjálf, við megum veiða úr stofnum með sjálfbærum hætti og það er ekki ferðamanna að ákveða hvort við veiðum hval eða ekki. Við skulum staldra aðeins við þessa hugsanavillu. Er einhver að halda því fram að við ráðum þessu ekki sjálf? Er einhver að leggja til að sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar varðandi hvalveiðar verði úthýst út fyrir 200 mílurnar? Jafnvel til ferðamanna? Nei auðvitað ekki. Við eigum þvert á móti sem sjálfstæð þjóð að nýta okkur þann skýlausa sjálfsákvörðunarrétt að stöðva veiðar sem standast ekki með neinum hætti kröfur um dýravelferð. Sá skýlausi réttur Íslendinga að mega veiða með sjálfbærum hætti, þýðir ekki sjálfkrafa að við EIGUM að veiða þessi dýr og kvelja. Þótt stuðningsmenn hvalveiða geti týnt til einhverjar útflutningstekjur og belging um sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar þá skiptir það augljóslega ekki öllu máli þegar við bregðumst við þessari skýrslu. Og að sama skapi skiptir það heldur ekki höfuðmáli þótt andstæðingar hvalveiða geti týnt til orðsporsáhættu, loftslagsmál og fleiri atriði til stuðnings sínum málstað. Ef okkur er annt um dýravelferð þá þynnum við hana ekki út með óskyldu hagsmunamati. Einhver reikningsformúla um að ómannúðlegar veiðar verði skyndilega mannúðlegar og réttlætanlegar fyrir hærra útflutningsverð gengur illa upp. Það gengur heldur ekki upp að veiðarnar verði skyndilega ásættanlegar ef einhver könnun Íslandsstofu leiðir í ljós að áhrif þeirra á ferðamennsku séu hverfandi. Aðalatriðið er, og það er úrlausnarefnið núna, hvort veiðarnar séu mannúðlegar og standist þær kröfur sem við viljum gera til okkar sem þjóðar í þeim efnum. Svarið öskrar á okkur. Það er ekki réttlætanlegt að halda áfram, eins og utanríkisráðherra vill gera. Það er heldur ekki réttlætanlegt að grípa ekki strax inn, eins og liggur í ákvörðunarfælni matvælaráðherra. Við eigum ekki að veiða fleiri hvali á meðan ekki er hægt að tryggja að dýrin séu aflífuð með mannúðlegum hætti. Flóknara er málið ekki, hvað sem öllum öðrum rökum líður. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun