Leita að vopnum og biðja farþega að mæta tímanlega Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 20:46 Aldrei áður hefur verið leitað að vopnum í innanlandsflugi hér á landi. Vísir/Vilhelm Isavia biðlar til farþega í innanlandsflugi að mæta tímanlega næstu tvo daga þar sem vopnaleit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tímabundið á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níutíu mínútum fyrir brottför. „Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Fleiri fréttir Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Sjá meira