LeBron dró vagninn er Lakers tryggði sér sæti í úrslitum | Miami sendi Knicks í sumarfrí Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 09:31 LeBron James var stigahæsti maður Lakers er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Harry How/Getty Images LeBron James skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið vann öruggan sigur gegn Golden State Warriors í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Lokatölur 122-101 og LeBron og félagar eru á leið í úrslit. Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira