LeBron dró vagninn er Lakers tryggði sér sæti í úrslitum | Miami sendi Knicks í sumarfrí Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 09:31 LeBron James var stigahæsti maður Lakers er liðið tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Harry How/Getty Images LeBron James skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið vann öruggan sigur gegn Golden State Warriors í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í nótt. Lokatölur 122-101 og LeBron og félagar eru á leið í úrslit. Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Eftir að hafa þurft að fara í gegnum forkeppnina til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni bjuggust líklega ekki margir við því að Lakers-liðið væri líklegt til afreka. Liðið sló hins vegar Memphis Grizzlies úr leik í átta liða úrslitum og nú hefur liðið sent Steph Curry og félaga í Golden State Warriors í sumarfrí. Lakers-liðið hafði forystuna frá upphafi til enda í gær og liðið leiddi með fimm stigum að loknum fyrsta leikhluta. Sú forysta hafði svo aukist upp í tíu stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan 56-46, Lakers í vil. Áfram hélt liðið að auka forskot sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik. Heimamenn frá Los Angeles höfðu 14 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og liðið vann að lokum 21 stigs sigur, 122-101. Lakers er nú á leið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets. Fyrra liðið til að vinna fjóra leiki tryggir sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar. LeBron James var sem fyrr segir stigahæsti maður liðsins með 30 stig, en hann gaf einnig níu stoðsendingar og tók níu fráköst. Þá átti Anthony Davies einnig góðan leik fyrir Lakers, skoraði 17 stig og tók hvorki fleiri né færri en 20 fráköst. Í liði Golden State Warriors var Steph Curry atkvæðamestur með 32 stig. Era-defining.LeBron 🤝 Steph pic.twitter.com/QLnaeAvspm— NBA (@NBA) May 13, 2023 Þá er Miami Heat á leið í úrslit Austurdeildarinnar eftir fjögurra stiga sigur gegn New York Knicks í nótt, 96-92. Miami-liðið hafði unnið þrjá leiki fyrir sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt og eftir að fjórði sigurinn var í höfn var ljóst að liðið er á leið í úrslit þar sem andstæðingur þeirra verður annað hvort Philadelphia 76ers eða Boston Celtics. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru stigahæstir í liði Miami í nótt, Butler með 24 stig og Adebayo 23. Jalen Brunson var allt í öllu í sóknarleik New York Knicks og skoraði 41 stig, en það dugði ekki til. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum