Báðir leikirnir í kvöld sýndir og allir oddaleikir Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 16:31 LeBron James reynir að stöðva Stephen Curry í leik fimm í einvígi LA Lakers og Golden State Warriors. Lakers eru 3-2 yfir, einum sigri frá því að komast í úrslitaeinvígi við Denver Nuggets í vesturdeildinni. Getty/Thearon W. Henderson Það er heldur betur farið að hitna í kolunum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og verður hægt að horfa á stórleikina tvo í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Miami Heat á möguleika á að slá út New York Knicks í fyrri leik kvöldsins en staðan í því einvígi, í undanúrslitum austurdeildarinnar, er 3-2. Leikurinn hefst klukkan 23:30 að íslenskum tíma. Stuðningsmenn Knicks hafa ekki átt því að venjast síðustu fjölmörg ár að lið þeirra berjist meðal þeirra bestu í NBA-deildinni og hvernig sem fer í kvöld er árangurinn betri en síðasta áratug. Klukkan tvö í nótt heldur svo uppgjör Stephen Curry og LeBron James, og félaga þeirra í Golden State Warriors og Los Angeles Lakers, áfram. Búist er við því að Anthony Davis mæti til leiks með Lakers eftir að hafa endað í hjólastól eftir höfuðhögg í síðasta leik. Lakers er komið í þá stöðu að geta slegið meistarana út, á heimavelli, en ef Golden State vinnur þurfa liðin að mætast í oddaleik í San Francisco. THURSDAY BRACKET UPDATE Celtics force Game 7.Nuggets advance to the WCF.#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/l5CRTxcYEE— NBA (@NBA) May 12, 2023 Ef til oddaleiks kemur þá mun hann fara fram á sunnudag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar verður einnig sýndur oddaleikur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, og á mánudagskvöld verður sýndur oddaleikur Miami Heat og Knicks ef til hans kemur. Denver Nuggets, deildarmeistarar vesturdeildarinnar, eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sig áfram í úrslitaeinvígi vesturdeildar eftir að hafa slegið út Phoenix Suns, 4-1. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Miami Heat á möguleika á að slá út New York Knicks í fyrri leik kvöldsins en staðan í því einvígi, í undanúrslitum austurdeildarinnar, er 3-2. Leikurinn hefst klukkan 23:30 að íslenskum tíma. Stuðningsmenn Knicks hafa ekki átt því að venjast síðustu fjölmörg ár að lið þeirra berjist meðal þeirra bestu í NBA-deildinni og hvernig sem fer í kvöld er árangurinn betri en síðasta áratug. Klukkan tvö í nótt heldur svo uppgjör Stephen Curry og LeBron James, og félaga þeirra í Golden State Warriors og Los Angeles Lakers, áfram. Búist er við því að Anthony Davis mæti til leiks með Lakers eftir að hafa endað í hjólastól eftir höfuðhögg í síðasta leik. Lakers er komið í þá stöðu að geta slegið meistarana út, á heimavelli, en ef Golden State vinnur þurfa liðin að mætast í oddaleik í San Francisco. THURSDAY BRACKET UPDATE Celtics force Game 7.Nuggets advance to the WCF.#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/l5CRTxcYEE— NBA (@NBA) May 12, 2023 Ef til oddaleiks kemur þá mun hann fara fram á sunnudag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar verður einnig sýndur oddaleikur Philadelphia 76ers og Boston Celtics, og á mánudagskvöld verður sýndur oddaleikur Miami Heat og Knicks ef til hans kemur. Denver Nuggets, deildarmeistarar vesturdeildarinnar, eru eina liðið sem þegar hefur tryggt sig áfram í úrslitaeinvígi vesturdeildar eftir að hafa slegið út Phoenix Suns, 4-1. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira