Höfum gaman saman á Alþjóðadegi fjölskyldunnar Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingrid Kuhlman og Unnur Arna Jónsdóttir skrifa 15. maí 2023 08:02 Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur fjölskyldunnar er haldinn hátíðlegur í dag, 15. maí, til að vekja athygli á mikilvægi fjölskyldunnar. Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og gegnir mikilvægu hlutverki í velferð barna, þroska þeirra og mótun. Fjölskylda veitir börnum tilfinningalegan stuðning. Börn sem alast upp í ástríkri og styðjandi fjölskyldu eru líklegri til að búa við betri andlega heilsu og tilfinningalega vellíðan. Fjölskyldan veitir börnum einnig stöðugt umhverfi þar sem þau finna fyrir öryggi og þróa með sér tilfinningu um að tilheyra. Stöðugt fjölskylduumhverfi getur hjálpað börnum við að þróa með sér heilbrigt sjálfsálit og sjálfstraust. Fjölskyldan ber auk þess ábyrgð á að innræta börnum siðferðileg gildi og siðferði. Foreldrar eru fyrstu kennarar barna og kenna þeim hvernig á að haga sér og hafa samskipti við aðra. Þau bera auk þess ábyrgð á því að veita börnum sínum tækifæri til menntunar og kenna þeim lífsleikni. Gleðilisti fjölskyldunnar Samvera fjölskyldunnar og góð tengsl milli fjölskyldumeðlima skipta sköpum fyrir heilsu og velferð allra fjölskyldumeðlima. Til að ýta undir gleði og hamingju, hvetja til samveru og eiga notalega stundir er mælt með að fjölskyldur útbúi sinn gleðilista með því að spyrja eftirfarandi spurninga: Hvað finnst okkur gaman að gera saman? Hvað fær okkur til að brosa út að eyrum og finna ánægju og gleði innra með okkur? Út frá hugmyndum fjölskyldumeðlima er hægt að útbúa gleðilista. Þetta geta verið einföld atriði svo sem: Útivera (hjóla, hlaupa, ganga, fjallganga, fjöruferð, skauta, leika í snjónum) Kvöldganga með vasaljós til að skoða stjörnur og norðurljós Fara í bíltúr Fara saman á listsýningu eða safn Spjalla við vini og ættingja Teikna, mála eða föndra Búa til leikrit, segja brandara eða gátur Spila, púsla, baka eða elda saman Fara í ratleik, feluleik eða eltingaleik Taka myndir eða búa til myndbönd Setja upp stöðvar á heimilinu, t.d. nuddstofu, snyrtistofu og kaffihús Hlusta á góða tónlist, jafnvel dansa og syngja með Rifja upp góðar minningar, t.d. með því að skoða myndir og myndbönd Horfa á þátt eða mynd Lesa skemmtilega bók Slaka á og hlusta á hugleiðslusögu saman Gleðilista fjölskyldunnar er mikilvægt að nota reglulega og því er best að hafa hann á áberandi stað. Hann er einföld leið til að skapa skemmtilegar samverustundir og góðar minningar. Ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni hafa mikið forvarnargildi varðandi félagslega, andlega og líkamlega líðan barna. Þær standa yfirleitt upp úr í minningabanka barnsins, ylja því um hjartarætur og eru fjársjóður í huga þess og hjarta. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun