Trevor Jacob birti myndband á samfélagsmiðlinum Youtube árið 2021 undir titlinum „I crashed my airplane“ eða „Ég brotlenti flugvélinni minni“. Í myndbandinu sést hann stökkva út úr lítilli eins hreyfils flugvél, á meðan hún var enn á flugi, og skilja hana eftir mannlausa. Eðli málsins samkvæmt brotlenti flugvélin.
Líkt og hér á landi rannsaka bandarísk flugmálayfirvöld öll flugslys og í tilfelli „slyss“ Jacobs gerðu þau tilraun til þess. Jacob kom hins vegar í veg fyrir það með því að fara á þyrlu á brotlendingarstað og hirða flak flugvélarinnar. Saksóknari í Kaliforníu taldi það brot á lögum, með því að hindra rannsókn yfirvalda.
Jacobs hefur játað þau brot sem hann var grunaður um og gert dómsátt við saksóknara. Í dómsáttinni kemur fram að hann hafi tekið myndskeiðið upp í tengslum við auglýsingaherferð fyrir ónefnt fyrirtæki.
Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að allt að tuttugu ára fangelsisrefsing liggi við þeim brotum sem Jakob hefur játað að hafa framið.