Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að vinsælir hermálabloggarar í Rússlandi sögðu Úkraínumenn í sókn á nokkrum vígstöðvum. Þá sagði Yevgeny Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, að rússneskir hermenn hefðu yfirgefið stöður í Bakhmut sem hefði kostað blóð, svita og tár að ná á margra mánaða tímabili.
BBC hefur eftir stríðsfréttaritaranum Sasha Kots, sem styður innrás Rússa í Úkraínu, að gagnsókn Úkraínumanna sé hafin, þrátt fyrir að Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti hafi sagt í gær að Úkraínumenn þyrftu meiri tíma til að undirbúa sig.
Kots segir „skriðdrekalestar“ á Karkív-hringveginum á leið að landamærunum að Rússlandi. Meðal hergagnanna séu skriðdrekar frá erlendum ríkjum.
Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir líklegt að Úkraínumenn hafi ráðist yfir varnarlínur umhverfis Bakhmut og neytt Rússa til að hörfa um tvo kílómetra. Yfirlýsing varnarmálaráðuneytisins og ummæli Prigozhin séu til marks um aukin óróleika í Moskvu vegna yfirvofandi gagnárásar.
NEW: Ukrainian forces likely broke through some Russian lines in localized counterattacks near #Bakhmut, prompting responses from #Wagner Group financier Yevgeny #Prigozhin and the Russian Ministry of Defense (MoD).
— ISW (@TheStudyofWar) May 12, 2023
Latest on #Ukraine w/ @criticalthreats: https://t.co/r7NqfmK8hU pic.twitter.com/FUpQG0CsvO