„Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær með Denver Nuggets í mikilvægum sigri í úrslitakeppninni í nótt. Getty/Matthew Stockman Nikola Jokic sættist við eiganda Phoenix Suns fyrir leik og fór síðan fyrir sínum mönnum í sigri Denver Nuggets sem komst í 3-2 í úrslitakeppni NBA í nótt alveg eins og Philadelphia 76ers gerði með sigri í Boston. Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023 NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira