Miss Piggy á sveppum með sætkartöflu- og döðlusalati
Uppskrift fyrir 6 - 8 manns
Miss Piggy með kaffi skrúbb:
- 1200 gr grísalundir frá Kjarnafæði
- 2 msk olía
- Salt
- Pipar
- 1 msk kaffikorgur
Sveppa og ostafylling:
- 1 box sveppir
- 1 laukur
- 1 msk olía
- 2 hvítlauksrif
- 2 msk smjör
- 200 ml rjómi
- 100 gr rjómaostur
- 100 gr parmesan
- Salt
- Pipar
- 1 búnt graslaukur
Gott er að bæta við 2 msk af brauðrasp og blanda eftir kælingu
Sætkartöflusalat:
- 2 sætar kartöflur
- 1 rauð paprika
- ½ rauðlaukur
- 1 búnt kórínder
- 1 súr gúrka (pickle)
- 100 gr saxaðar döðlur
- ½ búnt seinselja
- 50 gr spínat
- 50 gr vorlaukur
- Salt
- Pipar
Sósa fyrir salatið:
- 4 msk Dijon sinnep
- 100 gr mæjónes
- Börkur af hálfri sítrónu
- Safi af hálfu lime
- 1 msk paprikuduft
- ½ tsk cayenne pipar
- Tabasco skvetta
- 2 msk hunang
Aðferð:
- Skerið sætkartöflu í teninga og blandið með olía, salt og pipar. Setjið í ofnskúffu og inn í ofn á 220° í 22 mínútur, kælið. Skera grænmeti smátt og saxið kryddjurtir. Blandið saman sinnepssósunni. Blandið kartöflur, grænmeti og sósu saman og smakki til með salti og pipar.
- Skerið sveppina gróft niður og steikið á pönnu upp úr olíunni.Skerið niður lauk og hvítlauk og bætið á pönnu og steikið áfram í 15 mín. Bætið smjöri á pönnu og kryddið með salt og pipar. Hellið rjóma út á og sjóðið í 10 til 15 mínútur. Maukið með töfrasprota og kælið í 30 mín. Bætið rjómaosti og parmesan útí. Saxið graslauk og bætið út í ásamt brauðraspi. Setið í sprautupoka og fyllið kjöt.
- Snyrtið kjöt og gerið gat með sleif í lundirnar. Kryddið og nuddið kaffikorg á kjöt. Skerið lundir í tvennt og fyllið með sveppablöndunni. Steikið kjöt á pönnu og í setjið svo inn í ofn á 200° í 10 mín. Hvílið kjöt í 15 mínútur og skerið. Athugið að með þessari aðferð verður kjötið medium rare steikt.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem kennir ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og koma þeir inn vikulega.
Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.