Stúkan ræddi stöðuna á KR: Rúnar á skilið meiri stuðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2023 10:31 Rúnar Kristinsson á varmannabekknum hjá KR í skellinum á móti Val. Vísir/Diego Stúkan fór yfir sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta og í Uppbótatímanum var full ástæða til að ræða stöðuna á karlaliði KR. KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023 Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
KR hefur tapað fjórum leikjum í röð, ekki skorað mark í 370 mínútur og er í hópi neðstu liða deildarinnar. Það er óhætt að segja að það sé farið að hitna undir þjálfaranum Rúnari Kristinssyni. „Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð snýst um Knattspyrnufélag Reykjavíkur. KR er með þrjú stig eftir sex umferðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar. Hann sýnd þá verstu byrjanir KR á öldinni en liðið hefur aðeins einu sinni áður fengið færri stig í fyrstu sex leikjunum og þá þurfti þjálfarinn Teitur Þórðarson að taka pokann sinn sumarið 2007. „Við sáum fréttir um það að formaður knattspyrnudeildar vildi ekki láta hafa neitt eftir sér. Ég spyr bara, er það óeðlilegt eða hefði Rúnar Kristinsson átt að fá einhvern stuðning frá honum í dag. Hvað er ykkar mat á því að hann vilji bara ekki tjá sig um málið,“ spurði Guðmundur sérfræðinga sína. „Bara hundrað prósent. Það er reyndar oft sagt í þessum heimi að það sé það versta sem þú getur fengið sé að fá einhverja stuðningsyfirlýsingu. Ég byggi það á því að mér finnst að Rúnar eigi ekki að vera valtur í sessi akkúrat núna,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Rúnar hefur bara gert það mikið fyrir KR. Að fara að reka hann eftir svona fáa leiki er ekki rétt því mér finnst að hann eigi að fá lengra tækifæri til að snúa þessu við. Alla vega fjórar, til fimm, sex umferðir í viðbót,“ sagði Baldur. „Það er líka af því að spilamennskan hefur verið ágæt og mér finnst hópurinn fínn. Mér finnst akkúrat eins og staðan er núna þá sé Rúnar besti maðurinn til þess að snúa þessu við,“ sagði Baldur. Það má hlusta á allan Uppbótartímann hér fyrir neðan en Atli Viðar Björnsson segir þá einnig sína skoðun. Klippa: Stúkan: Uppbótartíminn eftir sjöttu umferð Bestu deildar karla 2023
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00 Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17 Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Algjör þögn ríkir um stöðu Rúnars KR tapaði sínum fjórða leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 5-0 gegn erkifjendum sínum í Val, og það vekur upp spurningar um stöðu þjálfarans Rúnars Kristinssonar. Formaður knattspyrnudeildar KR vill ekki tjá sig um stöðu hans. 8. maí 2023 11:00
Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. 3. maí 2023 23:17
Langversta byrjun KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark. 4. maí 2023 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 5-0 | Valsmenn tóku nágranna sína í nefið Valur vann afar sannfærandi 5-0 sigur á KR þegar liðin mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skutust upp á topp deildarinnar með þessum stóra sigri. 7. maí 2023 21:08