Sport

Dag­kráin í dag: Úr­slita­ein­vígi Vals og Tinda­stóls, Haukar í Eyjum, Besta deild kvenna og Meistara­deildar­mörkin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristófer Acox og félagar í Val mæta Tindastól í Síkinu.
Kristófer Acox og félagar í Val mæta Tindastól í Síkinu. VÍSIR/BÁRA

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Boðið verður upp á handbolta, körfubolta og fótbolta ásamt rafíþróttum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 hefst útsending frá Sauðárkróki þar sem Tindastóll mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginue r 1-0 Stólunum í vil og geta þeir því komist í einkar góð mál með sigri í Síkinu í kvöld.

Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá, en þar verður farið yfir leik kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á sínum stað. Þar verður farið yfir allt það helsta úr leik Real Madríd og Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.45 hefst útsending frá leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er 2-1 ÍBV í vil og geta Eyjakonur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld.

Síðustu tveir leikir liðanna hafa ráðist með einu marki og má reikna með sannkölluðum naglbít í Eyjum síðar í dag.

Að leik loknum – klukkan 19.30 – er Seinni bylgjan, kvenna, á dagskrá. Þar verður farið yfir leik dagsins.

Stöð 2 ESport

Klukkan 09.00 hefst upphitun fyrir annan dag Challenger-stigsins á BLAST.tv París Major-mótinu. Keppt verður klukkan 09.30, 11.00, 12.30 og 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×