Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2023 12:48 Meðal mótmælenda voru umhverfissinnar sem voru að mótmæla olíuframleiðslu. Ian McIlgorm Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira