Körfubolti

Skoraði 42 stig og sigurkörfuna en gaf síðan skóna sína eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Harden fer úr skónum sínum til að láta John Hao fá þá eftir sigur Philadelphia 76ers á Boston Celtics.
James Harden fer úr skónum sínum til að láta John Hao fá þá eftir sigur Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Getty/Tim Nwachukwu

John Hao, sem lamaðist en lifði af skotárásina í Michigan State skólanum, var sérstakur gestur James Harden í fjórða leik Philadelphia 76ers og Boston Celtics í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Harden bauð upp á sýningu fyrir Hao og hjálpaði sínum mönnum í Philadelphia 76ers að jafna einvígið í 2-2.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu en þar skoraði Harden sigurkörfuna með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og tryggði 76ers 116-115 sigur.

Harden átti magnaðan leik eftir að hafa verið slakur í báðum tapleikjunum á undan þessum leik í gær. Nú var hann með 42 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst og 4 stolna bolta.

Eftir leikinn þá tók Harden á móti Hao niðri á gólfi og gaf honum skóna sína. Harden áritaði þá líka fyrir vin sinn. Hér fyrir neðan má sjá félagana saman eftir leikinn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×