Jokic refsað fyrir að gefa eiganda mótherjanna olnbogaskot í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:31 Nikola Jokic lenti í útistöðum við eiganda mótherjanna í leiknum. Þarna gekk mikið á við hliðarlínuna. AP/Matt York Nikola Jokic átti stórbrotinn leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en það dugði þó ekki til því Phoenix Suns vann sigur á Denver Nuggets og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Vesturdeildinni í 2-2. Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023 NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Phoenix Suns vann leikinn 129-124 og hefur þar með unnið tvo leiki í röð og jafnað einvígið. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Devin Booker og Kevin Durant voru báðir í stuði og báðir með 36 stig fyrir Suns liðið auk þess sem hinn sjóðheiti Booker bætti við tólf stoðsendingum. Þegar Denver reyndi að loka á stórskyttur Suns í fjórða leikhlutanum þá kom Landry Shamet sterkur inn í lokin og skoraði fjóra þrista í lokaleikhlutanum. Shamet endaði óvænt með nítján stig og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann var búinn að skora fjórtán stig samanlagt alla úrslitakeppnina fyrir leikinn. Jokic skoraði alls 53 stig í leiknum auk þess að gefa 11 stoðsendingar en hann hitti úr 20 af 30 skotum sínum. Þessi frammistaða var ekki nóg fyrir Denver liðið. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports (@cbssports) Það var ekki aðeins frammistaða Jokic sem komst í fréttirnar því það urðu læti á milli hans og eiganda Phoenix Suns í öðrum leikhluta. Josh Okogie, leikmaður Phoenix Suns, reyndi þá að bjarga boltanum en endaði í fínu sætunum á hliðarlínunni. Jokic er þekktur fyrir að drífa boltann í leik og hann reyndi það þarna. Boltinn var hins vegar í höndunum á Mat Ishbia, eiganda Phoenix Suns. Nikola Jokic sets the @nuggets record for points in a Playoff game in Game 4 53 PTS11 AST20-30 FGPHX/DEN Game 5 | Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/i952K7gdpe— NBA (@NBA) May 8, 2023 Þegar Jokic reyndi að taka boltann þá flaug boltinn í burtu og inn í áhorfendahópinn. Jokic gaf þá Ishbia olnbogaskot og eigandinn datt aftur á bak. Dómarar leiksins ákváðu að gefa Jokic tæknivillu fyrir atvikið en Serbinn sá ekki eftir neinu í leikslok. „Áhorfandinn setti hendur á mig fyrst. Ég hélt að deildin ætlaði að verja okkur. Kannski hef ég ekki rétt fyrir mér þar. Ég veit hver hann er en er hann ekki stuðningsmaður. Er það ekki?,“ spurði Nikola Jokic eftir leikinn. „Jokic er að ná í boltann og einhver áhorfandi heldur á boltanum eins og hann vilji vera með í leiknum. Láttu boltann vera maður,“ sagði Michael Malone, þjálfari Jokic hjá Denver Nuggets. Devin Booker is MASTERFUL once again as the @suns win Game 4 to even the series!36 PTS12 AST (Playoff career high)14-18 FGPHX/DEN Game 5: Tues, 10pm/et | TNT pic.twitter.com/XpNs3Slshx— NBA (@NBA) May 8, 2023 Devin Booker has recorded his third straight Playoff game with 35+ points, the most in Suns franchise history:Amar e Stoudemire (2 straight, 2002)Kevin Johnson (2 straight, 1994) pic.twitter.com/sks9Uu13gu— NBA History (@NBAHistory) May 8, 2023
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum