Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 14:58 Rússneskur hermaður nærri Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í byrjun maí. AP Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu gáfu út í dag að 72 ára gömul kona hafi látist og þrír aðrir slasast eftir stórskotaliðsárásir rússneskara hersveita á nálæga bæinn Nikopol. Úkraínumenn hafa sömuleiðis gert reglulegar árásir á framlínu Rússa nærri kjarnorkuverinu og er óttast að aukin harka muni færast í átökin þar á næstunni. Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir aðstæður við Zaporizhzhya kjarnorkuverið verða „sífellt ófyrirsjáanlegri og mögulega hættulegar.“ Eiga von á harðari átökum „Ég hef gífurlega miklar áhyggjur af þeim mjög raunverulegu hættum sem kjarnorkuverið stendur frammi fyrir,“ sagði Grossi í gær, áður en fregnir bárust í morgun af nýjustu árásum Rússa. AP-fréttaveitan greinir frá þessu en Grossi taldi ástæðu til að vekja athygli á stöðu mála eftir að Yevgeny Balitsky, fylkisstjóri Zaporizhzhia-fylkisins, fyrirskipaði flutning almennra borgara frá átján hverfum á svæðinu, þar á meðal Enerhodar sem er staðsett næst kjarnorkuverinu. Balitsky var skipaður af rússneskum stjórnvöldum en Zaporizhzhia-fylkið er að hluta til á valdi Rússa. Balitsky segir árásir úkraínskra hersveita hafa færst í aukanna á síðustu dögum. Greinendur telja að úkraínsk stjórnvöld muni meðal annars beina sjónum sínum að Zaporizhzhia í væntanlegri gagnsókn sinni og reyna að ná svæðinu öllu aftur á sitt vald.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01 Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Myndir af eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús Rússar skutu eldflaug á fjölbýlishús í Zaporizhzhia í Úkraínu í dag. Sprengingin náðist á eftirlitsmyndavél og var mjög kröftug eins og þar sést. 22. mars 2023 20:01
Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. 9. mars 2023 19:41