Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 12:20 Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner Group, hefur áður sakað rússneska herinn um að reyna að gera út af við málaliðahópinn. Getty/Mikhail Svetlov Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05
Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08