Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 12:16 Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel Vísir/Samsettmynd Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld. Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn