Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 12:16 Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel Vísir/Samsettmynd Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld. Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum