Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2023 20:01 Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC. MMA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC.
MMA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira