Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2023 20:01 Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC. MMA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira
Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC.
MMA Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Sjá meira