Starfsfólk Flensborgar uggandi og óttast uppsagnir Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. maí 2023 13:01 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar. Starfsfólk skólans gagnrýnir mögulegan samruna skólans og Tækniskólans. Vísir/Vilhelm Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir. Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Sjá meira
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22