Innlent

Rifrildi, slags­mál og ölvun... en enginn á staðnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti þó nokkrum útköllum á vaktinni í gærkvöldi og nótt en hafði ekki alltaf erindi sem erfiði.
Lögregla sinnti þó nokkrum útköllum á vaktinni í gærkvöldi og nótt en hafði ekki alltaf erindi sem erfiði. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið.

Innbrot og þjófnaður eru hins vegar í rannsókn eftir gærkvöldið og nóttina og líkamsárás í Kópavogi. Einn var vistaður í fangaklefa í annarlegu ástandi, eftir að hafa verið staðinn að innbroti. Þá var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir sem áttu sér svo eðlilegar skýringar og einn var beðinn um að vinsamlegast lækka í sjónvarpinu hjá sér, eftir að nágrannar kvörtuðu undan hávaða.

Vaktin virðista hafa verið fremur róleg í umferðinni, utan þess að skráningarmerki voru fjarlægð af sex bifreiðum og þá var lögregla kölluð til vegna illa lagðra bifreiða í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×