„Ég er dauðafrír þarna!“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 22:21 Birnir Snær Ingason hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík. „Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17