„Ég er dauðafrír þarna!“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 22:21 Birnir Snær Ingason hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. Vísir/Hulda Margrét Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík. „Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
„Það er margt búið að breytast. Ég er orðin mikið duglegri varnarlega og ég er kominn betur inn í hlutina. Munurinn frá því í fyrra er sjálfstraustið og hausinn. Ég ákvað að leggja meira á mig. Þá kemur sjálfstraustið,“ sagði Birnir. Birnir fékk oft á tíðum stöðuna einn á móti einum úti á vinstri kantinum. Fyrir utan stoðsendingarnar þá skapaði hann oft mikla hættu. Hann átti til að mynda skot sem fór rétt fram hjá skeytunum. „Það er veisla að fá allar þessar stöður. Þetta var geggjaður sigur að vinna þetta 4-1 en mér fannst við getað skorað fleiri mörk. Það svíður aðeins að hafa ekki skorað sjálfur.“ Í kjölfarið lét hann Loga Tómasson, liðsfélaga sinn, heyra það. Logi stóð fyrir aftan myndavélina en gat ekki svarað fyrir sig. „Logi af hverju gafstu ekki oftar á mig? Ég er dauðafrír þarna!“ Víkingar hafa skorað tólf mörk í fyrstu fimm leikjunum og hafa einungis fengið á sig eitt mark. „Við leggjum upp með að fylla vítateiginn vel. Eins og þetta hefur spilast hefur þetta verið mjög sannfærandi,“ sagði Birnir. Víkingur fékk loksins á sig mark í deildinni. Marley Blair tók skot utan teigs. Ingvar Jónsson var sigraður í fyrsta skiptið í sumar. Skotið var ekki alveg út við stöng og hefði markmaður Víkinga eflaust viljað gera betur. „Þetta var skítamark sem við fáum á okkur. Þetta var alveg óverjandi,“ sagði Birnir. Birnir er að læra fatahönnun og hefur mikinn áhuga á þeim geira. Það styttist í næstu fatalínu frá kappanum ef marka má orð hans. „Coming real soon!“ sagði Birnir hlægjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Keflavík 4-1 | Fimmti sigur Víkinga í röð Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins. 4. maí 2023 21:17