„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 00:37 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar. „Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam. Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam.
Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti