„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 00:37 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar. „Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam. Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam.
Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti