Húsleit gerð á heimili Bolsonaro vegna falsanamáls Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2023 14:59 Bolsonaro ræðir við fréttamenn eftir að alríkislögreglumenn leituðu á heimili hans í dag. AP/Eraldo Peres Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, og lögðu hald á síma hans í höfuðborginni Brasilíu í morgun. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meintum fölsunum á bólusetningarskírteinum vegna Covid-19. Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Húsleitir voru gerðar á fleiri stöðum og nokkrir eiga yfir höfði sér handtöku, að sögn lögregluyfirvalda. Bolsonaro staðfesti sjálfur að leitað hefði verið heima hjá honum. AP-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan lögreglunnar að Mauro Cid, einn nánasti bandamaður Bolsonaro, hafi verið handtekinn. Rannsóknin snýst um falsaðar upplýsingar um bólusetningar gegn Covid-19 innan heilbrigðiskerfisins. Brasilískir fjölmiðlar halda því fram að átt hafi verið við bólusetningarskírteini Bolsonaro, ráðgjafa hans og ættingja. Það hafi gert þeim kleift að ferðast til Bandaríkjanna en þarlend stjórnvöld gerðu kröfu um að ferðalangur væru bólusettir gegn veirunni. Bolsonaro gerði lítið úr alvarleika faraldursins þegar hann stóð sem hæst. Neitaði hann að láta bólusetja sig og sáði efasemdum um gagnsemi bóluefnanna þrátt fyrir að næstflest dauðsföll af völdum veirunnar hafi verið í Brasilíu. Hann heldur því fram að engum gögnum hafi verið breytt og að hann hafi aldrei verið bólusettur. Fleiri rannsóknir voma yfir Bolsonaro. Alríkislögreglan hefur í tvígang kallað hann til skýrslutöku, annars vegar vegna skartgripa sem hann þáði frá Sádum og hins vegar vegna hans þáttar í óeirðum stuðningsmanna hans við þinghúsið í janúar. Þá er hann til rannsóknar vegna upplýsingafals um kosningarnar sem hann tapaði og aðildar að þjóðarmorði á frumbyggjaþjóð í Amasonfrumskóginum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn. 17. janúar 2023 07:32
Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14. janúar 2023 08:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent