Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Finnbjörn A. Hermannsson skrifa 4. maí 2023 07:00 Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Finnbjörn A. Hermannsson Kjaramál Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir. Þetta er í þriðja skiptið sem Varða leggur spurningakönnun fyrir fólk í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Fyrri kannanir Vörðu hafa vakið verðskuldaða athygli enda hafa þær leitt í ljós alvarlegar brotalamir í samfélaginu; erfiða afkomu og beinan skort, versnandi andlega líðan tiltekinna hópa og jaðarsetningu innflytjenda. Þátttakan nú var hin mesta til þessa og rannsóknin veitir okkur mikilvægar samtímaupplýsingarnar um stöðu og kjör launafólks. Sláandi niðurstöður Rannsóknin sýnir að tæplega helmingur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman og fer það hlutfall sífellt vaxandi. Einstæðir foreldrar búa við afar erfið kjör sem marka má af því að rúmlega 60% þeirra kveðast eiga erfitt með að ná endum saman. Ríflega helmingur einstæðra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rannsóknin staðfestir enn og aftur erfiða stöðu innflytjenda á Íslandi. Hátt hlutfall þeirra býr við fátækt og andlega vanlíðan. Tæpast kemur á óvart að þeim fer fjölgandi sem búa við þunga byrði vegna húsnæðiskostnaðar. Verðbólga, vaxtahækkanir og skortur á húsnæði gerir það að verkum að sífellt hærra hlutfall fólks býr við þunga byrði húsnæðiskostnaðar, fólk í eigin húsnæði fjölgar í þeim hópi en staða leigjenda er eftir sem áður langverst. Í húsnæðismálum landsmanna blasir nú við neyðarástand. Kannanir Vörðu leiða skýrlega í ljós hvaða hópar það eru sem bera þyngstu byrðarnar og það eru einstæðir foreldrar, leigjendur, innflytjendur og ungt fólk. Konur koma verr út en karlar á öllum heildarmælikvörðum um fjárhagslega stöðu. Aðgerðaleysi stjórnvalda Í nágrannaríkjum okkar eins og víðast hvar á Vesturlöndum hafa stjórnvöld gripið til margvíslegra aðgerða til að lina þá afkomukreppu sem þjakar almenning. Hér á landi hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að bregðast við vandanum sem blasir við. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er engar aðgerðir að finna sem bætt geta afkomu heimila á næstu mánuðum, engin áform um viðbrögð við verðhækkunum, ekkert um skattlagningu ofurlauna og fjármagnstekna og ekkert um að þjóðin fái notið afraksturs auðlinda sinna. Við krefjumst þess að stjórnvöld svari kalli verkalýðshreyfingarinnar um tafarlausar aðgerðir í húsnæðismálum, í stuðningi við barnafjölskyldur og styrkingu velferðarkerfisins. Við höfum gögnin, þau hafa tækin, nú skortir bara viljann. Sonja Ýr er formaður BSRB, Finnbjörn forseti ASÍ.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun