Sport

Dagskráin í dag: Undanúrslit Olís-deildar kvenna, Besta-deild karla, ítalski boltinn og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið á kostum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta.
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið á kostum í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Vísir/Vilhelm

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á hvorki fleiri né færri en 13 beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi.

Stöð 2 Sport

Tveir af fjórum leikjum dagsins í Bestu-deild karla í knattspyrnu verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag og við hefjum leik á viðureign Fram og ÍBV klukkan 17:50.

Klukkan 20:00 er svo komið að viðureign Fylkis og Vals áður en Bestu tilþrifin taka við og fara yfir allt það helsta úr leikjum dagsins.

Stöð 2 Sport 2

Juventus tekur á móti Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 15:50 og klukkan 18:50 er svo komið að viðureign Hellas Verona og Inter.

Stöð 2 Sport 3

Ítalski boltinn fær einnig pláss á Stöð 2 Sport 3 því klukkan 15:50 tekur Atalanta á móti Spezia áður en Cremonese sækir AC Milan heim klukkan 18:50.

Stöð 2 Sport 5

Valur tekur á móti Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta klukkan 17:50 áður en ÍBV og Haukar eigast við í þriðja sinn í sínu undanúrslitaeinvígi klukkan 19:30. Staðan er 1-1 í báðum einvígum og spennan í hámarki.

Seinni bylgjan verður svo á sínum stað klukkan 21:10 og gerir leiki kvöldsins upp.

Stöð 2 Besta-deildin

KA tekur á móti FH á hliðarrás Bestu-deildarinnar klukkan 17:50. Áhinni hliðarrás Bestu-deildarinnar verður svo sýnt beint fá viðureign KR og HK klukkan 19:05.

Stöð 2 eSport

Stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×