Samningur Hamilton, helsta ökuþórs Mercedes og sjöfalds heimsmeistara, rennur út eftir yfirstandandi tímabil, en hann hefur gagnrýnt þróunina á bifreið Mercedes. Bílaframleiðandinn stefnir á að gera bílinn betri og Hamilton segist ekki geta beðið eftir uppfærslunni í aðdraganda Molina kappakstursins á Ítalíu 21. maí næstkomandi.
Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því að Leclerc hefði rætt við Mercedes en Leclerc neitaði fyrir það síðastliðin fimmtudag og sagði að enn þá hefðu engar viðræður átt sér stað. Jafnframt segist hann vera einbeittur að því að gera vel fyrir Ferrari og virða samning sinn við bílaframleiðandann.
The rumours are already flying!
— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2023
Mercedes F1 boss Toto Wolff has admitted Charles Leclerc is "on his radar" but "not for the short and medium-term" future. #AzerbaijanGP #BBCF1 pic.twitter.com/MqFWA6RNtp
Samningur Leclerc við Ferrari rennur út á næsta ári en framtíð hans gæti ráðist á næstunni.
„Það er enginn sem efast um gæði Charles og hann er frábær náungi. Hann er hundrað prósent skuldbundinn Ferrari og við erum hundrað prósent skuldbundnir því að skrifa undir við Lewis,“ segir Toto Wolff.
Leclerc endaði í öðru sæti ökuþóra í fyrra, á eftir heimsmeistaranum, Max Verstappen. Leclerc hefur nítján sinnum endað á ráspól á ferli sínum í Formúlu 1, einu sinni oftar en Verstappen.
Margir sérfræðingar telja Leclerc vera besta og hraðasta ökuþórinn en oftar en ekki voru slæmar ákvarðanir Ferrari sem komu í veg fyrir að hann hafi unnið fleiri keppnir á síðasta tímabili.