Hélt eldræðu fyrir leik og skaut Stríðsmönnunum svo í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 22:01 Draymond Green er ánægður með að vera með Stephen Curry í liði. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors vann Sacramento Kings í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Stephen Curry bauð til veislu en hann skoraði 50 stig í leiknum. Hann hélt einnig eldræðu fyrir leik sem kveikti í liðsfélögum hans. Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira
Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Sjá meira