Jókerinn fékk aðstoð við að leggja Durant og Booker að velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 09:30 Strákarnir frá Denver mættu klárir í slaginn. AAron Ontiveroz/Getty Images Denver Nuggets nýtti allan þann mannskap sem liðið býr yfir til að leggja Phoenix Suns að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vestursins í NBA deildinni í körfubolta. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit. Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira