„Ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2023 19:47 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld. „Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
„Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn