Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. apríl 2023 09:01 F1 Grand Prix of Azerbaijan - Practice & Qualifying BAKU, AZERBAIJAN - APRIL 28: Charles Leclerc of Monaco and Ferrari prepares to drive in the garage during qualifying ahead of the F1 Grand Prix of Azerbaijan at Baku City Circuit on April 28, 2023 in Baku, Azerbaijan. (Photo by Dan Mullan - Formula 1/Formula 1 via Getty Images) Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður. Akstursíþróttir Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Ferrari-maðurinn átti hraðasta hringinn í þriðja hluta tímatökunnar í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:40,203, tæplega 0,2 sekúndum hraðari en Max Verstappen sem verður annar í rásröðinni. Liðsfélagið Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir þriðji, en hann var tæplega hálfri sekúndu hraðari en Carlos Sainz á Ferrari sem ræsir fjórði. Vandræði Mercedes-liðsins halda þó áfram því þrátt fyrir að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsi fimmti komst liðsfélagi hans, George Russell, ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir ellefti. The grid is locked in for Sunday 👀#AzerbaijanGP #F1 pic.twitter.com/lnkMLGxGW2— Formula 1 (@F1) April 28, 2023 Þá fer fyrsta sprettkeppni tímabilsins fram í dag, en þær verða alls sex í ár og með breyttu sniði. Í stað þess að tímatakan í gær raði ökumönnum á rásröðina í sprettkeppninni og úrslit sprettkeppninnar ráði svo rásröðinni í keppninni sjálfri verður sérstök tímataka fyrir sprettkeppnina og tímatakan í gær ræður því rásröðinni í sjálfri keppninni á morgun. Sprettkeppnirnar í ár verða því algjörlega sjálfstæðar keppnir og munu bjóða upp á fleiri stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða og ökuþóra en áður.
Akstursíþróttir Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira