Fljótagöng og samgöngur í Fljótum og til Siglufjarðar Stefán Vagn Stefánsson skrifar 28. apríl 2023 11:30 Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega. Öryggi í forgangi Öryggi þeirra sem um vegina fara er að mínu mati sá þáttur sem sérstaklega þarf að horfa til við forgangsröðun jarðgangna. Íbúar í Fljótum sækja mikla þjónustu til Siglufjarðar og því ljóst að samfélagsleg áhrif Fljótagangna yrðu mikil. Þungaflutningar frá Siglufirði t.d. með sjávarafurðir suður myndu nýta leiðina um Fljót þar sem sú vegalengd er töluvert styttri en inn Eyjafjörð og Öxnadalsheiði. Því myndi þessi gangnagerð skila fyrirtækjum á svæðinu mikilli hagræðingu. Eins eru börn í Fljótum að sækja skólaþjónustu til Siglufjarðar og íbúar í einhverjum mæli vinnu. Hugsum um fólkið og öryggi þeirra sem þjónustuna þurfa að sækja annað. Við þurfum að vera tilbúin Það er hins vegar ljóst að þó svo að Fljótagöngum yrði forgangsraðað ofarlega í nýrri jarðgangnaáætlun, sem boðuð hefur verið í vor og ákvörðun tekin um að hefjast strax handa við undirbúning og framkvæmd gangnanna, er tíminn frá ákvörðun til opnunar talinn í árum. Því er afar brýnt að Vegagerðin sé tilbúin að bregðast við ef Siglufjarðarvegur lokast, en eins og áður var sagt getur slíkt gerst með stuttum fyrirvara og í raun hvenær sem er. Skynsamlegasta aðgerðin, sem ég tel í raun einboðin, er að farið verði strax í það að laga veginn um Lágheiði og gera hann tilbúinn til að taka við þeirri umferð sem kæmi ef Siglufjarðarvegur lokast. Ekki er verið að tala um að byggja um malbikaðan uppbyggðan veg heldur einfaldlega laga veginn þannig að hann sé akstursfær allt árið. Með þessu móti yrði einnig komið til móts við íbúa og fyrirtæki á svæðinu, sem árum saman hafa barist fyrir uppbyggingu á þeim vegi og er ill- eða ófær stóran hluta vetrarins. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara. Þá verðum við að vera kominn af stað með varaplan, sem að mínu mati er uppbygging og lagfæring á veginum um Lágheiði á meðan Fljótagöng eru í undirbúningi. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Vegagerð Framsóknarflokkurinn Fjallabyggð Skagafjörður Alþingi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni var birt sláandi mynd af ástandi Siglufjarðarvegar. Þar sést greinilega hversu mikið hefur hrunið úr hlíðinni, en það er stutt í að vegurinn verði í raun ófær eða honum lokað sem öryggisráðstöfun. Öllum ætti að vera ljóst að núverandi veglína er ekki framtíðarlausn og að horfa verði til annarra leiða hvað varðar samgöngur milli Fljóta og Siglufjarðar. Að þessu sögðu er ljóst að framkvæmdir við Fljótagöng þola enga bið og hefja þarf undirbúning þeirra strax. Göng á milli Fljóta og Siglufjarðar yrðu gríðarleg samgöngubót fyrir vegfarendur á þessari leið en ekki síður myndi slík framkvæmd auka umferðaröryggi verulega. Öryggi í forgangi Öryggi þeirra sem um vegina fara er að mínu mati sá þáttur sem sérstaklega þarf að horfa til við forgangsröðun jarðgangna. Íbúar í Fljótum sækja mikla þjónustu til Siglufjarðar og því ljóst að samfélagsleg áhrif Fljótagangna yrðu mikil. Þungaflutningar frá Siglufirði t.d. með sjávarafurðir suður myndu nýta leiðina um Fljót þar sem sú vegalengd er töluvert styttri en inn Eyjafjörð og Öxnadalsheiði. Því myndi þessi gangnagerð skila fyrirtækjum á svæðinu mikilli hagræðingu. Eins eru börn í Fljótum að sækja skólaþjónustu til Siglufjarðar og íbúar í einhverjum mæli vinnu. Hugsum um fólkið og öryggi þeirra sem þjónustuna þurfa að sækja annað. Við þurfum að vera tilbúin Það er hins vegar ljóst að þó svo að Fljótagöngum yrði forgangsraðað ofarlega í nýrri jarðgangnaáætlun, sem boðuð hefur verið í vor og ákvörðun tekin um að hefjast strax handa við undirbúning og framkvæmd gangnanna, er tíminn frá ákvörðun til opnunar talinn í árum. Því er afar brýnt að Vegagerðin sé tilbúin að bregðast við ef Siglufjarðarvegur lokast, en eins og áður var sagt getur slíkt gerst með stuttum fyrirvara og í raun hvenær sem er. Skynsamlegasta aðgerðin, sem ég tel í raun einboðin, er að farið verði strax í það að laga veginn um Lágheiði og gera hann tilbúinn til að taka við þeirri umferð sem kæmi ef Siglufjarðarvegur lokast. Ekki er verið að tala um að byggja um malbikaðan uppbyggðan veg heldur einfaldlega laga veginn þannig að hann sé akstursfær allt árið. Með þessu móti yrði einnig komið til móts við íbúa og fyrirtæki á svæðinu, sem árum saman hafa barist fyrir uppbyggingu á þeim vegi og er ill- eða ófær stóran hluta vetrarins. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að Siglufjarðarvegur getur lokast án fyrirvara. Þá verðum við að vera kominn af stað með varaplan, sem að mínu mati er uppbygging og lagfæring á veginum um Lágheiði á meðan Fljótagöng eru í undirbúningi. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun