Teiknaði sjálfur upp lokaleikkerfið, skoraði og sendi Milwaukee í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2023 07:13 Jimmy Butler jafnar fyrir Miami Heat gegn Milwaukee Bucks undir lok venjulegs leiktíma. Miami vann svo í framlengingu og er komið í undanúrslit Austurdeildarinnar. getty/Stacy Revere Miami Heat gerði sér lítið fyrir og sendi efsta lið Austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Miami vann einvígið, 4-1. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023 NBA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023
NBA Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira