Teiknaði sjálfur upp lokaleikkerfið, skoraði og sendi Milwaukee í sumarfrí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2023 07:13 Jimmy Butler jafnar fyrir Miami Heat gegn Milwaukee Bucks undir lok venjulegs leiktíma. Miami vann svo í framlengingu og er komið í undanúrslit Austurdeildarinnar. getty/Stacy Revere Miami Heat gerði sér lítið fyrir og sendi efsta lið Austurdeildarinnar, Milwaukee Bucks, í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Miami vann einvígið, 4-1. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023 NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn síðan 2012 sem lið sem endar í 8. sæti vinnur lið í 1. sæti. Þá sló Philadelphia 76ers Chicago Bulls út. Annan leikinn í röð var Jimmy Butler hetja Miami en hann jafnaði leikinn í þann mund sem tíminn rann út með ótrúlegu skoti. Erik Spoelstra teiknaði upp leikkerfi sem Butler var ekki hrifinn af svo þjálfarinn skipti um skoðun, sem betur fer fyrir Miami sem vann leikinn svo í framlengingu, 126-128. JIMMY BUTLER SENDS GAME 5 TO OT HE'S GOT 40 PTS. UNBELIEVABLE. : NBA TV pic.twitter.com/x9AGDSlxpC— NBA (@NBA) April 27, 2023 Jimmy Butler.Poetry.#PhantomCam pic.twitter.com/RbHtsm3kyL— NBA (@NBA) April 27, 2023 Butler fylgdi eftir 56 stiga frammistöðu sinni í fjórða leiknum með 42 stigum í nótt. Hann skoraði 38,4 stig að meðaltali í einvíginu. Gabe Vincent skoraði 22 stig og Bam Adebayo var með þrefalda tvennu; tuttugu stig, tíu fráköst og tíu stoðsendingar. Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Miami New York Knicks sem sigraði Cleveland Cavaliers, 95-106, í nótt. Knicks vann einvígið, 4-1, en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið vinnur einvígi í úrslitakeppninni. Jalen Brunson skoraði 23 stig fyrir Knicks og RJ Barrett 21. Memphis Grizzlies minnkaði muninn í einvíginu gegn Los Angeles Lakers í 3-2 með sautján stiga heimsigri, 116-99. Bakverðir Memphis voru í stuði í leiknum. Desmond Bane skoraði 33 stig og Ja Morant 31. Báðir tóku þeir tíu fráköst. Þá er Golden State Warriors einum sigri frá sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar eftir að hafa unnið Sacramento Kings á útivelli, 116-123. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Golden State og Klay Thompson 25. Heat. Knicks.1 Eastern Conference Semifinal is set #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/at0Lwv9y0l— NBA (@NBA) April 27, 2023
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum