Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 11:38 Til eru margar tegundir af sæbjúgum og sums staðar eru þær ræktaðar. Getty Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian. Japan Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian.
Japan Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira