Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 11:38 Til eru margar tegundir af sæbjúgum og sums staðar eru þær ræktaðar. Getty Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian. Japan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian.
Japan Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira